Alþjóðaþing Delta Kappa Gamma
08.09.2008
Alþjóðaþing Delta Kappa Gamma var haldið í Chicago, 22.-26. júlí 2008. Yfirskrift þingsins var: Leading with
Wisdom and Passion.
Alls tóku þátt í þinginu hátt í 1800 DKG-félagar þar af nærri 50 frá Evrópu. Héðan frá Íslandi
fóru átta þátttakendur; fimm úr Gammadeild, tvær úr Alfadeild og ein úr Beta deild.
Hverju svæði var falið að kynna eina konu undir yfirskriftinni „Woman of Wisdom and passion“ Öll landssamböndin í Evrópu stungu upp á einni konu og síðan var kosið um eina þeirra. Landssambandið á Íslandi tilnefndi frú Vigdísi Finnbogadóttur og okkur til mikillar ánægju varð hún fyrir valinu. Það kom í hlut Önnu Þóru Baldvinsdóttur landssambandsforseta að flytja kynningu á forsetatíð Vigdísar, menntun hennar og störfum.
Evrópuþinginu verður gerð ítarlegri skil í fyrsta fréttabréfi haustsins, en einnig er hægt að lesa nánar um þingið og skoða myndir á heimasíðu alþjóðasambandsins.
Hverju svæði var falið að kynna eina konu undir yfirskriftinni „Woman of Wisdom and passion“ Öll landssamböndin í Evrópu stungu upp á einni konu og síðan var kosið um eina þeirra. Landssambandið á Íslandi tilnefndi frú Vigdísi Finnbogadóttur og okkur til mikillar ánægju varð hún fyrir valinu. Það kom í hlut Önnu Þóru Baldvinsdóttur landssambandsforseta að flytja kynningu á forsetatíð Vigdísar, menntun hennar og störfum.
Evrópuþinginu verður gerð ítarlegri skil í fyrsta fréttabréfi haustsins, en einnig er hægt að lesa nánar um þingið og skoða myndir á heimasíðu alþjóðasambandsins.