Alþjóðaþinginu í Spokane lokið
14.08.2010
Alþjóðaþing DKG var haldið í Spokane í Washingtonfylki dagana 22. - 26.júlí. Fjórar konur frá Íslandi sóttu
þingið. Sigrún Klara 2. varaforseti alþjóðasamtakanna, Ingibjörg Jónasdóttir forseti landssambandsins, Sigrún Jóhannesdóttir
og Anh-Dao Tran.
Sigrún Klara hafði í nógu að snúast, en auk þess að sitja stjórnarfundi og sitja
í panel á öllum aðalfundum þingsins, stjórnaði hún þremur vinnustofum. Sigrún Jóhannesdóttir og Anh Dao voru með erindi
á vinnustofum og Ingibjörg sat sem fulltrúi Íslands fjölda funda.
Veðrið lék við þingkonur, hlýtt en ekki of heitt. Þingið fór vel fram, áhugaverð umræðuefni voru á vinnustofum og aðalfundum þingsins. Evrópukonurnar, 41 að tölu, hittust sérstaklega bæði á Forumfundi og
morgunverðafundi ætlaðan hverju svæði fyrir sig. Eftir hátíðarkvöldverðin á laugardagskvöldið náðum við að kveðjast og sammælast um að hittast allar að ári í Baden-Baden;)
Veðrið lék við þingkonur, hlýtt en ekki of heitt. Þingið fór vel fram, áhugaverð umræðuefni voru á vinnustofum og aðalfundum þingsins. Evrópukonurnar, 41 að tölu, hittust sérstaklega bæði á Forumfundi og
morgunverðafundi ætlaðan hverju svæði fyrir sig. Eftir hátíðarkvöldverðin á laugardagskvöldið náðum við að kveðjast og sammælast um að hittast allar að ári í Baden-Baden;)
Nánari umfjöllun verður um þingið síðar.