Alþjóðlegar nefndir
12.05.2016
Í sumar verður skipað að nýju í alþjóðlegar nefndir til næstu tveggja ára og er umsóknarfrestur til 1. júní. Ég hvet ykkur allar til að hugleiða að gefa kost á ykkur til setu í slíkri nefnd. Að starfa í alþjóðlegri nefnd víkkar sjóndeildarhringinn og gefur manni góða reynslu og þekkingu á starfsemi DKG.
Allmargar íslenskar konur hafa átt sæti í nefndum fyrir hönd Evrópusvæðisins og eru þær örugglega allar tilbúnar að gefa upplýsingar og góð ráð til þeirra sem hug hafa á að bjóða fram krafta sína. Yfirlit yfir þessar konur má finna á vefnum okkar http://dkg.muna.is/is/moya/page/althjodlegar_nefndir. Á vefnum er einnig glærukynning á nefndum alþjóðasambandsins frá Dr. Sigrúnu Klöru Hannesdóttur. Endilega bregðist við sem fyrst og látið okkur í stjórninni vita af áhuga ykkar :-)