Alþjóðlegi kennaradagurinn
05.10.2012
Til hamingju með daginn kennarar!
Í dag, 5. október er alþjóðadagur kennara haldinn hátíðlegur um allan heim. Þennan dag nota þeir samtakamátt sinn til að
tryggja að hugað sé að þörfum barna fyrir menntun í nútíð og framtíð. Um leið er 5. október tákn þess að
við kunnum að meta mikilsvert framlag kennara til menntunar, framþróunar samfélaga og þroskunar einstaklinga. Yfirskrift dagsins í ár er þessi:
Sköpum framtíð: Fjárfestum í kennurum án tafar.
Hér má lesa hugleiðingar forseta alþjóðasambandsins í tilefni
dagsins.