DKG - Stjarnan - komin í loftið!

Frá stjörnunámskeiðinu
Frá stjörnunámskeiðinu
Fyrsti fræðslufundurinn var haldinn hjá Lambdadeild í Reykjavík miðvikudaginn 13. mars eftir að hafa frestast um viku vegna óveðurs!

Auk kynningar á öllum sviðum stjörnunnar var 1. sviðið tekið fyrir sem aðalefni. Það urðu líflegar og skemmtilegar umræður um sjálfseflingu og félagstarfið um leið og við fórum saman í gegnum "huglásana", "línuna", "leiðtogatígulinn" og "spennuna" á milli mismunandi sviða sem voru meginatriði á þessu stjörnusviði sem tekið var fyrir.  Mjög ánægjulegt kvöld með frábærum félögum í Lambdadeildinni og fyrirhugað framhald hjá þeim með fleiri svið í haust.

Auk Lambdadeildar hafa Jótadeildin á Ísafirði og Deltadeild á Vesturlandi beðið um fræðslufundi. 

Kynntu þér stjörnunámskeiðin nánar!