Dr. Linda Darling Hammond í Háskóla Íslands
29.08.2011
Fimmtudaginn 1. september nk. klukkan 15 mun Dr. Linda Darling Hammond prófessor í menntavísindum við Stanford-háskóla og leiðandi
í mótun menntastefnu núverandi stjórnvalda í Bandaríkjunum flytja fyrirlestur sem nefnist MENNTUN OG KENNSLA Á 21. ÖLD (Teaching and
Learning for the 21st Century). Fyrirlesturinn fer fram í í Hátíðasal Háskóla Íslands, Aðalbyggingu og er öllum opinn.