Evrópuþinginu í Osló lokið

Evrópuþing Delta Kappa Gamma fór fram í Osló í Noregi dagana 5.-8. ágúst. 14 konur héðan frá Íslandi sóttu þingið og bar þeim saman um að norsku gestgjafarnir hefðu tekið vel á móti okkur og þingið verið áhugavert.  

Öll landssamböndin innan Evrópusvæðisins áttu fulltrúa á þinginu en þeir voru mismargir eftir löndum. Íslensku konurnar þóttu skila góðu framlagi á þinginu, voru þær bæði með fyrirlestra og námskeið og síðast en ekki síst hlaut Sigrún Klara Hannesdóttir heiðurverðlaun Evrópusamtakanna fyrir gott og mikið starf fyrir samtökin.

Á þessari mynd má sjá Sigrúnu með viðurkenningnuna:

Fleiri myndir frá Evrópuþinginu má nálgast á myndasíðunni.