Félagi í Gammadeild fær viðurkenningu

Árný Elíasdóttir félagi í Gammadeild fékk á dögunum hvatningarviðurkenningu fyrir árið 2012 sem FKA (Félag kvenna í atvinnurekstri) veitti henni ásamt samstarfskonum sínum Ingu B. Hjaltadóttur og Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur en þær eru stofnendur og eigendur Attentus ehf.
Attentus veitir fyrirtækjum alhliða ráðgjöf í mannauðs- og fræðslumálum. Það býður upp á  aðstoð við stefnumótun, þjálfun nýliða, stjórnendaráðgjöf, mat og þjálfun, vinnustaðagreiningu og áreiðanleikakannanir á sviði mannauðsmála. Auk þess er hægt að leigja hjá Attentus bæði fræðslu- og mannauðsstjóra og er mikil eftirspurn eftir slíkri þjónustu.

Við óskum Árnýju innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.