Frá laganefnd, vegna lagabreytinga á næsta alþjóðaþingi DKG
Framundan er þing alþjóðasambandsins, en það verður haldið í National Harbour, Maryland dagana 9.-13. júlí næstkomandi. Á þinginu eru m.a. gerðar breytingar á lögum sambandsins. Tillögur að breytingum á lögum alþjóðasambandsins getur sérhver félagskona, nefnd, stjórn deildar eða landssambands gert með því að senda laganefnd alþjóðasambandsins tillöguna (Constitution Committee). Breytingartillögu þarf að skila á sérstöku eyðublaði og einnig þarf að kostnaðarmeta tillöguna, ef um slíkt er að ræða.
Skilafrestur var 1. október s.l. og bárust nokkrar tillögur frá Evrópu. Þær tillögur að lagabreytingum,sem liggja nú fyrir, verða birtar í næsta tölublaði DKG News, en kynna þarf breytingartillögur innan samtakanna í síðasta lagi 4 mánuðum (7. mars) fyrir opnunardag þingsins. Samþykki 2/3 hluta atkvæða þingfulltrúa þarf til að breyting taki gildi. Félagskonur eru hvattar til að skoða breytingartillögurnar í næsta DKG News.