Frá framkvæmdaráðsfundi 14. sept 2013

Laugardaginn 14. september s.l. kom framkvæmdaráð DKG saman til fundar. Þar voru mættir formenn deilda, stjórn landssambandsins, gjaldkeri, lögsögumaður, fyrrum forseti og Sigrún Klara Hannesdóttir sem var gestur fundarins.

Framkvæmdaráð samþykkti að Jensína Valdimarsdóttir Delta deild yrði nýr gjaldkeri landssambandsins. Einnig var fjárhagsáætlun til næstu tveggja ára samþykkt. Lögsögumaður verður Auður Torfadóttir Eta deild. Einnig var samþykkt að næsta vorþing verði haldið á Ísafirði 10.maí 2014 og næsti landssambandsfundur verði á höfuðborgarsvæðinu vorið 2015. Drög að starfsáætlun stjórnar var kynnt, farið yfir hlutverk framkvæmdaráðs, hlutverk formanna og rædd var saman í hópum um félagsstarfið. Gestur fundarins Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir fékk afhentar rósir í handunnum vasa frá félagskonum í tilefni þess að hún hlaut í ágúst æðstu viðurkenningu DKG samtakanna. Sigrún Klara kynnti alþjóðastarfið og lagði sérstaka áherslu á alla þá styrki sem mögulegt er fyrir félagskonur að sækja um.