Frestur til að sækja um í námsstyrkjasjóð hefur verið framlengdur
05.03.2015
Frestur til að sækja um í námsstyrkjasjóð sem rann út 1. mars síðastliðinn hefur verið framlengdur til 20. mars. Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja félagskonur í
Delta Kappa Gamma á Íslandi sem vinna að lokaverkefnum í meistara- og doktorsnámi eða öðru sambærilegu framhaldsnámi og er
úthlutað úr honum annað hvert ár. Næsta úthlutun er núna vorið 2015.
Nánari upplýsingar, reglur sjóðsins og umsóknareyðublað má nálgast hjá formanni námsstyrkjasjóðsnefndar,
Ágústu Guðmundsdóttur í Alfadeild, sími 551-1168/899-1168, netfang: ag@hi.is og á vefsíðu námstyrkjasjóðsins.