Fulltrúi frá alþjóðasamtökunum væntanlegur
Phyllis Hikey frá höfuðstöðvunum í Austin er væntanleg hingað til lands að skoða hótelin sem koma til greina fyrir Evrópuráðstefnuna í júlí 2019. Hún kemur í lok nóvember og við ætlum að gera eitthvað til skemmtunar með henni. Eitt af því sem er á dagskrá er að fara saman út að borða föstudagskvöldið 24.nóvember. Við gerum ráð fyrir að panta borð klukkan 18:00 á veitingastað í miðborginni. Ekki er búið að fastsetja staðinn en gerum ráð fyrir einhverjum svona meðal-fínum. Við í stjórninni verðum þar og nú langar mig að vita hvort það eru ekki einhverjar fleiri konur sem myndu vilja koma með. Það borgar auðvitað hver fyrir sig en þetta verður ábyggilega skemmtilegt. Þær sem langar að koma með eru beðnar að senda póst á netfangið jona.dkg@gmail.com í síðasta lagi 15.nóvember.