Fundur í European Forum nefndinni
Aðalverkefni Forum er að finna samhljóm landa innan Evrópusvæðisins, undirbúa eins dags námskeið fyrir ráðstefnuna (Pre-Conference), sem að þessu sinni er 2. ágúst 2011 og tveggja tíma fund í lok ráðstefnunnar þar sem fjallað er um lög Forum, reglugerðir, markmið og verkefni. Sá fundur er svæðafundur Evrópulandanna.
Námskeiðið eða málstofan 2. ágúst (Pre-Conference) mun fjalla um menntastöðu kynjanna, læsi og kennslu barna með ólíkan félagslegan bakgrunn. Yfirskrift dagsins verður “Educational challenges in the 21st Century": `Haven`t you heard, Miss, us boys don`t read´.
Æskilegt er að það komi innlegg frá hverju landi og óskum við hér með eftir tillögum. Vinsamlega sendið þær til landssambandsforseta sem fyrst en í allra síðasta lagi fyrir 15. desember, þar sem dagksráin þarf að vera fullgerð fyrir 15. janúar.