Gammadeildarkona ver doktorsritgerð sína
27.06.2012
Föstudaginn 29. júní nk. fer fram doktorsvörn við Læknadeild Háskóla Íslands. Þá ver Elín Ólafsdóttir
doktorsritgerð sína „Áhrif efnaskipta- og umhverfisþátta á myndun sykursýki af tegund 2 og breytingar á dánartíðni tengdar
sykursýki á tímabilinu 1993 til 2004.
Elín Ólafsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1939. Hún lauk B.Sc. prófi í lífefnafræði frá Háskólanum í Glasgow 1965 og M.Sc. prófi í sömu grein frá Memorial University of Newfoundland 1971. Elín lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 1986. Elín var lektor í lífefnafræði við Læknadeild árin 1973 til 1985, sérfræðingur í meinefnafræði við Landspítala 1990-2003 og yfirlæknir á rannsóknastofu Hjartaverndar frá 1997 til 2008.
Elín er meðlimur í Gammadeild frá árinu 1977. Delta Kappa Gamma óskar Elínu innilega til hamingju með áfangann!
Elín Ólafsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1939. Hún lauk B.Sc. prófi í lífefnafræði frá Háskólanum í Glasgow 1965 og M.Sc. prófi í sömu grein frá Memorial University of Newfoundland 1971. Elín lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Læknadeild Háskóla Íslands árið 1986. Elín var lektor í lífefnafræði við Læknadeild árin 1973 til 1985, sérfræðingur í meinefnafræði við Landspítala 1990-2003 og yfirlæknir á rannsóknastofu Hjartaverndar frá 1997 til 2008.
Elín er meðlimur í Gammadeild frá árinu 1977. Delta Kappa Gamma óskar Elínu innilega til hamingju með áfangann!