Gefðu kost á þér sem fyrirlesari á vegum International Speakers Fund
17.08.2010
International Speakers Fund er prógramm á vegum DKG sem sett var á laggirnar árið 1984 og hefur það að markmiði að styrkja fyrirlestrahald
félagskvenna á ráðstefnum og fundum samtakanna. Efnið sem þú getur boðið upp á að tala um er annað hvort efni sem þú ert
að vinna við, læra um eða jafnvel hefur sem áhugamál.
Árið 2010 fóru fyrirlesarar á vegum sjóðsins t.d. bæði til Maine og Costa Rica.
Nú auglýsir stjórn International Speakers Fund eftir umsóknum. Það sem þarf að gera er að fylla út meðfylgjandi bréf og senda til formanns deildar þinnar, sem svo sendir það til forseta
landssambandsins.
Forseti landssambandsins sér um að koma umsóknum til höfuðstöðva samtakanna og þurfa þær að hafa borist þangað fyrir 15. september.
Nánar má lesa um International Speakers Fund hér