Gisting á vorþinginu á Egilsstöðum
Gistihúsið á Egilsstöðum hefur boðið þinggestum á vorþinginu afslátt á gistingu 4.–6. maí og tekið frá herbergi fyrir okkur. 15 herbergi eru frátekin báða dagana en fleiri á laugardeginum 5. maí.
Gisting í tveggja manna herbergi með morgunverði er 19.904 krónur fyrir nóttina og í eins manns herbergi er það 15.904 krónur nóttin (gistináttaskattur 333 krónur bætist við þessi verð). Hægt er að bóka herbergi með því að hafa samband við hótelið og taka fram að þetta sé vegna Delta Kappa Gamma.
Ekki er hægt að taka frá herbergin lengur en til 15. mars svo nú er um að gera að fara að skipuleggja ferðina og næla sér í örugga gistingu. Eftir 15. mars verða herbergin seld „á frjálsum“ markaði hverjum sem er en afslátturinn stendur þó til boða fyrir DKG konur meðan einhver herbergi eru á lausu.
Á vorþingssíðunni eru ábendingar um fleiri gistimöguleika á Egisstöðum.