Global Awareness Committee

Ágætu DKG systur Nýlega fékk ég sent bréf frá Dr. Barbara Baethe sem situr í nýrri nefnd sem samþykkt var í Texas í júní 2013 og heitir Global Awareness Committee.  Eitt af markmiðum nefndarinnar fyrir 2013-1015 er „Cultivate member participation in Delta Kappa Gamma's global mission“.
Nefndin hefur verið að kanna möguleika á samskiptum kvenna, á milli landa og heimsálfa. Nefndin hefur ákveðið að hvetja konur til samskipta í gegnum tölvupóst. Í tímaritinu Lone Star News er fjallað ítarlega um hlutverk nefndarinnar. Meðlimir DKG í Texas eru byrjaðir að skrá sig í þessi samskipti og nú er verið að leita eftir konum frá öðrum löndum til að tengjast þeim.

Ef einhver ykkar hefur áhuga á að tengjast DKG konu í Texas með töluvpósti þá væri gott að fá póst frá ykkur. Markmiðið er að konur geti skiptst á persónulegum og faglegum upplýsingum auk þess að segja frá upplifun sinni og reynslu af DKG starfinu. Vonast er til að þannig geti konur vítt um heiminn tengst vinaböndum. 
Sendið mér línu með netfanginu ykkar þannig að ég geti tengt ykkur inn í þetta áhugaverða verkefni.

Með kveðju, Guðbjörg forseti DKG Íslandi (gugga@mitt.is)