Göngum til góðs - 6. október 2012

Landssöfnun Rauða krossins "Göngum til góðs"  fyrir börn í neyð fer fram 6. október. Auðvelt er að leggja málinu lið með því að gerast sjálfboðaliði í rúma klukkustund.

Söfnunarstöðvar eru um allt land og það eina sem þarf að gera er að velja sér stöð, mæta þangað milli kl. 10 og 18, fá söfnunarbauk og götu úthlutað og ganga af stað - í svona klukkutíma.

Sjáið hvað þetta er auðvelt og skemmtilegt: http://www.youtube.com/Icelandicredcross
Hægt er að skrá sig á söfnunarstöð á sínu svæði á eftirfarandi slóð: http://raudikrossinn.is/flex/gtg/