Guðrún Halldórsdóttir látin
04.05.2012
Guðrún Halldórsdóttir, ein úr hópi stofnfélaga Delta Kappa Gamma á Íslandi og félagi í Alfa deild er látin,
eftir erfið veikindi. Við minnumst hennar með þakklæti í huga fyrir vel unnin störf í okkar þágu. Guð blessi Guðrúnu
Halldórsdóttur.
Sigríður Ragna Sigurðardóttir, forseti landssambandssins.
Hér fyrir neðan má lesa frétt Morgunblaðsins um andlát Guðrúnar:
Guðrún J. Halldórsdóttir, fyrrverandiskólastjóri og alþingismaður, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík 2. maí, 77 ára að aldri. Guðrún fæddist í Reykjavík 28. febrúar 1935. Foreldrar hennar voru hjónin Þorbjörg Jónsdóttir húsmóðir og Halldór Jónsson trésmiður.Guðrún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1955. Hún las íslensk fræði við Háskóla Íslands um tveggja ára skeið en lauk síðan prófi frá Kennaraskólanum 1962. BA-prófi í dönsku og sagnfræði lauk hún við Háskóla Íslands 1967. Hún var um árabil starfsmaður Landsbanka Íslands og varð síðan kennari við Lindargötuskóla 1962. Hún kenndi þar í áratug, en 1972 varð hún forstöðumaður Námsflokka Reykjavíkur og var jafnframt stundakennari við Tollskóla Íslands 1972–1990.Guðrún var hvatamaður að stofnun Félags dönskukennara og formaður þess 1973–1982. Hún tók saman nokkrar kennslubækur í dönsku og skrifaði greinar í tímarit og blöð um fræðslumál og stjórnmál. Hún var í stjórn Skálholtsskólafélagsins frá stofnun þess og í stjórn skólanefndar Skálholtsskóla meðan lýðháskólinn starfaði sem slíkur. Guðrún var einn af stofnendum Dyslexíufélagsins og í stjórn þess fráupphafi. Hún sat í atvinnumálanefnd Reykjavíkur í nokkur ár, var alþingismaður fyrir Kvennalistann 1990–1991 og 1994–1995 og tók fyrst sæti á Alþingi sem varaþingmaður 1986. Hennar var minnst á Alþingi í gær.