Hefur þú uppástungu um konur í alþjóðlegar nefndir?
09.10.2015
Þann 15. október rennur út frestur til að stinga upp á konum við alþjóðlegu uppstillingarnefndina til að sitja í ýmsum nefndum sem kosið er um tímabilið 2016-2018. Um er að ræða tillögu í nefndir eins og Nomination (Uppstillingar) nefndina sjálfa, Finance nefndina, Administrative Board og þar með talinn Evrópuforsetann (Europe regional Director) sem er partur af Administrator Board.
Allar félagskonur geta sent inn uppástungur um konur í þessar nefndir en við í stjórninni vitum ekki til að nein uppástunga hafi verið send frá okkur hér á Íslandi ennþá.
Ef einhverjar hafa áhuga á að komast í þessar nefndir er viðkomandi alveg heimilt að senda inn umsókn sjálfur eða ef þið viljið stinga upp á einhverri í slíka nefnd þá er heldur ekkert því til fyrirstöðu að senda inn slíka uppástungu beint til þeirra hjá alþjóðasambandinu. Athugið að ætlast er til að hverri uppástungu sé fylgt eftir með bréfi frá fimm meðmælendum.
Einnig getið þið sent okkur í landsambandsstjórninni (eyglob@gmail.com) ábendingar um konur sem við myndum þá vinna með áfram. Ekki er þó rétt að gera neitt af þessu nema hafa samþykki viðkomandi konu fyrir uppástungunni :-)
Nánar má lesa um þetta uppástunguferli á þessari slóð: