Helga Gunnarsdóttir fyrrverandi félagi í Deltadeild er látin
01.04.2017
Þann 27. mars síðastliðinn lést Helga Gunnarsdóttir fyrrum félagi í Deltadeild. Helga gekk í Delta Kappa Gamma þann 3. maí 1997 og var félagi til ársins 2015 þegar hún dró sig í hlé vegna veikinda sinna.
Helga hóf störf hjá Akraneskaupstað árið 1996 þegar grunnskólarnir voru færðir frá ríkinu til sveitarfélaga og starfaði sem yfirstjórnandi skólamála hjá Akraneskaupstað frá þeim tíma. Hún stýrði einnig íþrótta-, menningar - og tómstundamálum hjá Akraneskaupstað og frá árinu 2009 félagsþjónustunni þegar málaflokkarnir voru sameinaðir í fjölskyldustofu og Helga ráðin framkvæmdastjóri. Með stjórnkerfisbreytingum haustið 2014 var málaflokkunum skipt upp að nýju og gegndi Helga stöðu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs þar til hún fór í veikindaleyfi vorið 2015.
Við sendum fjölskyldu og vinum Helgu okkar innilegustustu samúðarkveðjur.