Hvernig gerum við Ísland að paradís kynjajafnréttis?

Hugmyndaþing íslensku kvennahreyfingarinnar verður haldið að Hallveigarstöðum 22. október 2011 kl. 13 - 17:30. Boðað er til þingsins af Skottunum, nú ári eftir að konur sýndu enn á ný gríðarlegan samstöðumátt sinn á Kvennafrídegi. Þennan kraft viljum við virkja baráttunni til framdráttar í framtíðinni.
Rétt til setu á hugmyndaþinginu hafa öll samtök kvenna og geta allt að 5 konur frá hverjum samtökum sótt þingið. Verkefnin eru bæði ærin og brýn og því fleiri sem skrá sig, þeim mun öflugri verður vinnan.

Umræður fara fram á níu málefnaborðum og gefst hverri konu kostur á að taka þátt á þremur þeirra. Hópstjórar halda utan um umræður og flytja að þeim loknum niðurstöður hvers borðs.
Hugmyndaþinginu lýkur með móttöku sem stendur til kl. 19.

Vinsamlegast tilkynnið þátttakendur með tölvupósti á kvenrettindafelag@kvenrettindafelag.is  
Skrá þarf fullt nafn og netfang hverrar konu.
Skráningu lýkur þriðjudaginn 18. október nk.