Innri vefur samtakanna
05.05.2010
Á forsíðunni á vef alþjóðasambandsins er nú kominn möguleiki til að
skrá sig inn á lokaðan innri vef Delta Kappa Gamma þar sem félagskonur geta átt í margs konar samskiptum og samvinnu á vef án þess að aðrir en
gildir meðlimir komist í þau gögn. Á upphafssíðunni þarf að skrá sig inn með notendanafni sem er það netfang sem viðkomandi
hefur skráð sig með hjá samtökunum og leyniorði sem fæst uppgefið hjá vefstjóra.
Leyniorðið er einnig í maí/júní hefti af formannabréfinu (Presidents Page) þannig að allir formenn hafa það líka.
Þeir sem ekki hafa netfang þurfa að sækja sérstaklega um aðild til aðalstöðvanna á þetta netfang
Þegar þessari upphafsskráningu er lokið er viðkomandi ekki hleypt strax inn, heldur þarf að bíða eftir að samtökin samþykki upplýsingarnar (það er gert handvirkt hjá alþjóðasamtökunum) og þegar búið er að staðfesta að viðkomandi sé sú sem hún segist vera kemur staðfestingarpóstur á netfangið um það að aðgangurinn sé orðinn virkur og hægt sé að byrja að nota kerfið.