International Scholarship styrkur

Þó enn sé bara 2. nóvember er rétt að minna á að frestur til að sækja um styrkinn International Scholarship rennur út 1. febrúar. Alltaf er gott að hafa góðan tíma til undirbúnings slíkra umsókna því ýmis skilyrði þarf að uppfylla :-)  

Styrkurinn er veittur þeim konum sem vinna að masters- eða doktorsnámi og þurfa þær að vera skráðar í nám þegar sótt er um. Einnig þurfa konur að hafa verið í samtökunum í þrjú ár til að koma til greina við úthlutun.
Nánar má lesa um styrkinn og skilyrðin hér. Fyrir tveimur árum hlutu tvær íslenskar konur styrk úr sjóðnum og eru konur eindregið hvattar til að sækja um því styrkurinn er ætlaður okkur öllum.
Rétt er að geta þess að 30 styrkjum er úthlutað á hverju ári og er upphæðin $6000 fyrir þær sem eru í mastersnámi en $10.000 fyrir þær sem eru í doktorsnámi. Sjá nánar.