International Speakers Fund óskar eftir umsóknum

International Speakers Fund óskar nú eftir umsóknum (framboðum) frá þeim DKG konum sem gefa kost á sér að halda fyrirlestra á vegum samtakanna (annars staðar en í eigin heimalandi) næstu tvö árin. Umsækjendur eru settir á einskonar „framboðslista“ sem allar landsambandsstjórnir innan DKG geta svo valið af til að fá til sín sem fyrirlesara.
Til gamans má geta þess að annar erlendi fyrirlesarinn sem talaði á vorþinginu okkar núna síðastliðið vor (og sú sem talaði á  landsambandsþinginu vorið 2015) fengust einmitt með styrk frá þessum sjóði sem borgaði kostnaðinn af komu þeirra hingað.

Þær sem áhuga hafa, þurfa að senda umsókn sína til landsambandsstjórnar á netfangið eyglob@gmail.com fyrir 1. september en skil frá okkur í landsambandsstjórninni til alþjóðasambandsins er 15. september. Hægt er að senda póst á sama netfang fyrir frekari upplýsingar.

Hér má nálgast umsóknareyðublaðið og nánar má lesa um International Speakers Fund og reglur hans á þessari slóð.
Endilega gefið kost á ykkur og öðlist þannig  tækifæri til að sækja viðburði og kynnast DKG konum annars staðar í heiminum um leið og þið fáið tækifæri til að kynna fyrir öðrum það sem þið eruð að fást við í leik og/eða starfi.