Landsöfnun gegn kynferðisofbeldi
Við hvetjum DKG konur til að bjóða fram aðstoð sína og selja. Konur geta gefið vinnu sína í 2-3 tíma eða meira ef þær hafa tíma.
Tímaskipting á sölunni er þessi:
Föstudag kl.16:00-19:00;
Laugardag kl. 12;00-14:00 og 14:00-16:00 og 16:00-18:00
Nánari upplýsingar gefur Bryndís Bjarnarson, Verkefnisstýra Kvennafrídagsins 2010
kvennafri.is
netfang Bryndísar e: bryndis64@simnet.is
Sími: 8918206
Ágóða af sölu Skottanna á kynjagleraugunum verður varið til þess að bjóða á upp á bætta þjónustu fyrir fólk sem beitt hefur verið kynferðisofbeldi. Sérstaklega á að styrkja konur sem seldar hafa verið mansali eða vilja brjótast út úr vændi. Endurvekja á þjónustu Stígamóta á a.m.k. 6 stöðum utan höfuðborgarsvæðisins. Þörfin fyrir starfið var mjög brýn og bætti raunverulega lífsgæði þeirra sem hennar nutu. Hún var því miður lögð niður vegna fjárskorts eftir hrun. Skotturnar eru staðráðnar í að endurvekja það starf sem víðast.
Jafnframt viljum við breyta Stígamótum í sólarhringsmiðstöð fyrir konur og karla sem beitt hafa verið kynferðisofbeldi og bússetuúrræði fyrir konur sem tengst hafa klámiðnaði í gegnum malsal eða vændi. Þörfin fyrir slíkt úrræði hefur lengi verið ljós og m.a. viðurkennd af stjórnvöldum. Aukin starfsemi verður m.a. unnin af sjálboðaliðum úr röðum Skottanna.