Meira um afmælið.....

Tíminn líður hratt og brátt rennur afmælisdagurinn upp með hátíðarbrag og fögnuði.  Hann hefst kl. 14:00 með málþinginu Unga nútímakonan. Fyrirlesarar eru ungar flottar konur sem eru að slá í gegn hver á sínu sviði. Þær eru: Fríða Rós Valdimarsdóttir formaður Kvenréttindafélags Íslands sem flytur erindið: Hver eru ný viðfangsefni kvenna í dag?
Auður Magndís Auðardóttir framkvæmdastjóri Samtakanna 78 sem flytur
erindið: Spunnin nútímakona. Prósi. Kristín Vala Matthíasdóttir framkvæmdastjóri Auðlindagarðs og formaður Jarðhitafélags Íslands flytur erindið: Kona með "rétta" kennitölu og Kristín Halla  Einarsdóttir kvikmyndaleikstjóri flytur erindið: Desperately seeking Susan - Konur í kvikmyndum.
Eftir málþingið býður mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson upp á fordrykk í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. 
Mætum allar og gleðjumst saman.