Menntun fyrir alla
02.07.2013
Á undan Evrópuþinginu í sumar, þriðjudaginn 6. ágúst, heldur Forum nefndin „Pre Conference“. Umræðuefnið er
Menntun fyrir alla. Þar munu verða innlegg nokkurra landa um það sem er efst á baugi í Evrópulöndum. Þær sem ætla
að taka þátt eru beðnar að tilkynna þátttöku til Ingibjargar Jónasdóttur á netfangið ij@host.is.
Gjaldið fyrir daginn, 20 Evrur, er innheimt við upphaf dagskrár og er hádegismatur innifalinn.
Nánar má lesa um starfsemi Evrópuforum í pistli frá formanni þess, Ingibjörgu Jónasdóttur.