Móttaka að vorþinginu loknu
24.04.2018
Að vorþinginu á Egilsstöðum loknu er okkur boðið til móttöku á vegum Fjótsdalshéraðs. Móttakan fer fram í Safnahúsinu á Egilssstöðum þar sem Elsa Guðný Björgvinsdóttir safnvörður og Björn Ingimarsson bæjarstjóri ásamt fræðslustjóranum Helgu Guðmundsdóttur í Zetadeild taka á móti hópnum. Móttakan hefst klukkan 18:00.
Að móttöku lokinni verður haldið í Gistihúsið á Egilsstöðum þar sem hátíðarkvöldverður hefst klukkan 19:30. Gott væri ef þær sem ekki ætla sér að mæta í móttökuna tilkynntu það til Helgu Magneu í Zetadeild (steinssonh@gmail.com).