Samræðuþing á alþjóðadegi kennara 5. október 2017
Beta- og Mýdeild á Norðurlandi standa fyrir samræðuþingi undir yfirskriftinni Líðan og starfsánægja kennara á alþjóðadegi kennara þann 5. október næstkomandi. Þingið verður haldið á Borgum við Háskólann á Akureyri og hefst klukkan 16:15 og lýkur klukkan 17:45. Í upphafi flytur Sigrún Heimisdóttir sálfræðingur stutt erindi um efnið og í framhaldi munu fara fram samræður í 6–8 manna hópum . Boðið verður upp á veitingar. Aðgangur er ókeypis. Við hvetjum allar konur innan sem utan samtakanna til að mæta og taka þátt í samræðum um þetta þarfa málefni.
Hér má nálgast upplýsingabréf fyrir skólastjórnendur og auglýsingu um viðburðinn sem vonandi verður dreift sem víðast.