Sigrún Aðalbjarnardóttir sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
23.01.2012
Á gamlársdag, var Gammadeildarkonan Sigrún Aðalbjarnardóttir prófessor, sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir
störf í þágu uppeldisvísinda og menntunar. Við óskum henni innilega til hamingju og er hún vel að riddarakrossinum komin.
Að vonum eru Gammadeildarkonur afskaplega stoltar af sinni konu, en fjórar aðrar konur í Gammadeild hafa verið sæmdar heiðursmerki hinnar íslensku
fálkaorðu. Rannveig Löve fyrrverandi kennari, fékk riddarakross árið 2011 fyrir brautryðjandastarf á sviði lestrarkennslu og störf að
málefnum berklasjúklinga.
Anh-Dao Tran, kennslufræðingur og verkefnisstjóri fékk riddarakross árið 2006, fyrir störf í þágu nýrra Íslendinga og
íslensks fjölmenningarsamfélags. Árið 2000 fékk Vilborg Dagbjartsdóttir, kennari og rithöfundur, riddarakross fyrir fræðslu og
ritstörf. Og árið 1999 fékk Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri, riddarakross fyrir störf að fræðslu- og
skólamálum.