Styrkur úr Námsstyrkjasjóði DKG á Íslandi

Stjórn landssambands Delta Kappa Gamma á Íslandi auglýsir einn styrk úr Námsstyrkjasjóði starfsárið 2010–2011. Styrkupphæð er kr. 100 þúsund og skal styrkurinn veittur félagskonu vegna vinnu við meistaraprófs- eða doktorsverkefni eða vegna verkefnis sem unnið er í sambærilegu framhaldsnámi. Umsækjandi skal sýna fram á að verkefnið sé komið vel á veg. Styrkinn má einnig nota til kynningar á slíku verkefni sé því nýlokið.

Umsóknarfrestur um styrk úr námsstyrkjasjóði Landssambands DKG er til og með 1. mars 2011. Umsóknir skulu sendar til formanns námsstyrkjasjóðsnefndar. Einungis félagar í Delta Kappa Gamma á Íslandi geta sótt um styrk.

Með umsókn þarf að fylgja stutt greinargerð, þar sem umsækjandi gerir grein fyrir námi sínu og stöðu þess, lýsir verkefninu og því hvernig hann hyggst verja styrknum, sjá umsóknareyðublað. Með umsókn þarf að fylgja stutt greinargerð, þar sem umsækjandi gerir grein fyrir námi sínu og stöðu þess, lýsir verkefninu og því hvernig hann hyggst verja styrknum, sjá umsóknareyðublað.

Þurfi að velja milli umsækjanda, sem uppfylla skilyrði skal, m.a. tekið tillit til virkni umsækjanda í samtökunum og þess hversu lengi hann hefur verið félagi.

Nánari upplýsingar gefur formaður námsstyrkjasjóðsnefndar, Inga
Úlfsdóttir í Epsilondeild, netfang: irores@centrum.is.

Hér má nálgast reglur sjóðsins og umsóknareyðublað.