Þarf að gera breytingar á lögum og reglugerðum DKG?
26.01.2015
Ágætu félagskonur!
Laganefnd er að hefja undirbúning fyrir aðalfund DKG sem verður 10. maí n.k.
Eins og segir í lögum og reglugerð félagsins (10.gr.) er öllum
félagskonum heimilt að gera tillögur um breytingar á reglugerð. Þær skulu sendar til laganefndar a.m.k. 90 dögum fyrir
landssambandsþing og því óskar laganefnd hér með eftir tillögum að reglugerðarbreytingum.
Laganefnd fjallar um þær tillögur sem berast, kannar hvort lagalegar forsendur eru fyrir þeim, mótar þær og sendir stjórn landssambandsins
a.m.k. 60 dögum fyrir landssambandsþing. Forseti sendir síðan tillögurnar með dagskrá landssambandsþings. Tillagan telst samþykkt hljóti
hún 2/3 hluta atkvæða skráðra þátttakenda á landssambandsþingi.
Lög og reglugerðir samtakanna eru hér á heimasíðunni (sjá veftréð hér til vinstri: „Lög og reglur.“)
Skilafrestur á tillögum er til 9.febrúar n.k. og skulu þær sendar
til laganefndar eins og komið hefur fram á netfangið: hulda.bjork@simnet.is
Sjá nánar um laganefnd.