Tilnefning til European Achievement Award 2019
Á Evrópuþingum er vaninn að Evrópu Forum veiti konu viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu samtakanna og þá sérstaklega vegna starfa fyrir Evrópu. Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir fékk t.d. þessi verðalun á þinginu í Osló 2009.
Nú er óskað eftir tilnefningum fyrir Evrópuþingið 2019 og hefur stjórn landssambandsins rétt á að tilnefna einn "kandidat" til verðlaunanna. Stjórnin vill gjarnan gefa öllum félagskonum kost á að koma með uppástungur áður en ákvörðun verður tekin um tilnefninguna og því biðjum við félagskonur um að skoða vel hvaða skilyrði þarf að uppfylla á þessari síðu: http://www.dkgeurope.org/achievement-award.html og koma síðan tillögum sínum á framfæri við landssambandsstjórn með því að senda póst á Jónu landssambandsforseta jona.dkg@gmail.com
Á þessari síðu má sjá hverjir hafa hlotið verðlaunin undanfarin ár (vantar reyndar upplýsingar um finnsku konuna sem fékk verðlaunin í Tallinn 2017)