Tungumálatorg
16.11.2010
Á Degi íslenskarar tungu var opnað Tungumálatorg á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Etasystir okkar Brynhildur Anna
Ragnarsdóttir kynnti verkefnið ásamt Þorbjörgu St. Þorsteinsdóttur. Þær hafa átt veg og vanda að undirbúningi þess og
fjölluðu um þróun þess og ávinning.
Eins og segir á vef menntavísindasviðs:
Markmið Tungumálatorgsins er að styðja við nám og kennslu tungumála og fjölmenningarlegt skólastarf með upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samskiptum um netið. Vettvangurinn hefur þýðingu fyrir fjölmenna hópa tungumálakennara, skólastjórnenda, foreldra og nemenda. Tungumálatorgið er ætlað öllum skólastigum og fullorðinsfræðslu.
Verkefnið hefur hlotið styrki frá mennta-og menningarmálaráðuneyti, Sprotasjóði, Samstarfssjóði Íslands og Danmerkur, Endurmenntunarsjóði grunnskóla, Þróunarsjóði innflytjendamála, Nordplus og Vinnumálastofnun.