Umsóknarfrestur til 15. febrúar
13.02.2013
Umsóknarfrestur til að senda inn umsókn (proposal)að erindi (workshop) fyrir Evrópuþingið í sumar rennur út 15. febrúar (nokkrir dagar
fram yfir það gengur upp). Umsóknarformið er á
alþjóðasambandsvefnum. Það þarf að fylla út og senda til Mariku Heimbach á netfangið: famheimbach@t-online.de. Þetta er kjörið tækifæri fyrir konur
að kynna sín vísindaverkefni og listsköpun af öllum gerðum. Athugið þó að ekkert er greitt fyrir þátttökuna.
Við hvetjum DKG systur til að fjölmenna til Amsterdam og fara að kanna farmiða, því hópfarseðlar virðast ekkert hagstæðari. Einnig hvetjum við konur til að kynna sér styrki til fararinnar en mörg stéttarfélög bjóða upp á slíkt. Það ber flestum saman um það að það sé ógleymanlegur viðburður að sækja Evrópu- og alþjóðasambandsþing og skemmtilegt að hitta DKG konur frá fjarlægum löndum og kynnast þeirra störfum.
Þingið verður, eins og margar ykkar vita, haldið í Amsterdam dagana 7. - 10. ágúst og var stutt umfjöllun um það í síðasta eintaki af Euforia og meiri
upplýsingar eru væntanlegar í Mars/Apríl heftinu af News
fréttabréfinu. Skrásetningargjald hefur þó verið ákveðið 125 dollara (u.þ.b. 16.150 kr) (187,50 dollara fyrir „late
registration“).
Við hvetjum DKG systur til að fjölmenna til Amsterdam og fara að kanna farmiða, því hópfarseðlar virðast ekkert hagstæðari. Einnig hvetjum við konur til að kynna sér styrki til fararinnar en mörg stéttarfélög bjóða upp á slíkt. Það ber flestum saman um það að það sé ógleymanlegur viðburður að sækja Evrópu- og alþjóðasambandsþing og skemmtilegt að hitta DKG konur frá fjarlægum löndum og kynnast þeirra störfum.