Umsóknir um Speaker Fund fyrir 15. september
02.09.2011
Þann 15. september rennur út frestur til að sækja um að komast á skrá fyrirlesara í „International Speakers Fund“. International Speakers
Fund gerir landssamböndum kleift að fá til sín fyrirlesara frá öðrum landssamböndum því sjóðurinn styrkir fyrirlesara innan
samtakanna til fyrirlestrahalds.
Þeir fyrirlesarar sem sjóðurinn samþykkir hverju sinni eru á lista sjóðsins næstu tvö árin og geta landssamböndin óskað
eftir að fá til sín fyrirlesara af listanum tvisvar á ári.
Landssambandsforseti sér um að koma umsóknum til stjórnar sjóðsins og því þurfa umsóknir að berast til hans nógu
tímanlega til að hann geti komið umsókninni frá sér fyrir 15. september.
Nánari
upplýsingar um styrkinn má nálgast á heimasíðu alþjóðasambandsins en þar má einnig
nálgast umsóknareyðublað.