Úthlutun úr The Lucile Cornetet Professional Development Award
Jónína fékk styrkinn til að sitja námskeið um Jákvæðan aga (Positive discipline). Námskeiðið hét ACT (Advanced candidate training) og var haldið í Morristown í New Jersey frá 26.–30. mars 2014. Námskeiðið veitir henni aukin réttindi í innleiðingu þessarar agastefnu sem er henni mikilvægt þar sem hún leiðir innleiðinguna í sínum leikskóla. Auk Jónínu sátu þrír aðrir Íslendingar þetta sama námskeið. Árið 2010 sótti Jónína sambærilegt námskeið ásamt sjö öðrum Íslendingum til að fá grunnréttindin.
Um leið og við óskum Jónínu til hamingju með styrkinn hvetjum við DKG systur (og aðrar konur í fræðslustörfum) til að
notfæra sér þá sjóði sem við höfum aðgang að og sækja um.
Nánari upplýsingar um sjóðinn eru á þessari slóð: http://www.dkgef.org/awards.html