Verðlaunahafar lesa Passíusálmana

Frá Stóru upplestrarkeppninni
Frá Stóru upplestrarkeppninni
Mánudaginn 21. febrúar hófst lestur Passíusálmanna í Ríkisútvarpinu á rás eitt. Þetta er árlegur viðburður en í fyrsta sinn eru það ungmenni sem sjá um lesturinn eða nánar tiltekið 25 verðlaunahafar úr Stóru upplestrarkeppninni.   Þessi ungmenni lásu sálmana í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa vorið 2010 og í kjölfarið óskaði Ríkisútvarpið eftir því að taka lesturinn upp og var því vel tekið og nú hljóma raddir þessara ungu listamanna á öldum ljósvakans. 

Þess má geta að í hópi þeirra eru fimm ungmenni úr Hafnarfirði en þau eru: Ásta Margrét Eiríksdóttir, Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, Kristján Flóki Finnbogason, Pétur Már Gíslason og Viktor Ingi Guðmundsson.