Laganefnd

Laganefnd
Forseti landssambandsins skipar að lágmarki þrjár félagskonur í laganefnd til tveggja ára að fenginni tillögu framkvæmdaráðs, þar af eina sem formann. Lögsögumaður landssambandsins er ráðgefandi fyrir nefndina og starfar með henni að túlkun á lögum alþjóðasamtakanna.

  • Laganefnd endurskoðar lög og reglugerð landssambandsins í ljósi breytinga sem gerðar eru á lögum alþjóðasamtakanna og gætir þess að laga- og reglugerðarbreytingar brjóti ekki í bága við lög alþjóðasamtakanna.
  • Laganefnd annast þýðingu landssambandslaga ef eftir henni er kallað.
  • Laganefnd skal hafa eftirlit með að samræmi sé milli laga, reglugerðar og handbókar.
  • Öllum félagskonum er heimilt að gera tillögur um breytingar á reglugerð. Þær skulu sendar til laganefndar a.m.k. 90 dögum fyrir landssambandsþing. Laganefnd fjallar um þær, kannar hvort lagalegar forsendur eru fyrir tillögunum, mótar þær og sendir stjórn landssambandsins a.m.k. 60 dögum fyrir landssambandsþing. Forseti sendir síðan tillögurnar með dagskrá landssambandsþings. Tillagan telst samþykkt hljóti hún 2/3 hluta atkvæða skráðra þátttakenda á þinginu.
  • Öllum félagskonum er heimilt að gera tillögur um breytingar á lögum og reglum alþjóðasamtakanna. Senda skal laganefnd allar tillögur minnst 4 mánuðum fyrir alþjóðaþing. Laganefnd gerir tillögur til stjórnar um þær lagabreytingar er hún samþykkir. Stjórn landssambandsins sendir tillögurnar til alþjóðasamtakanna.
Árið 2023–2025 skipa eftirfarandi konur nefndina:
Formaður: Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, Alfadeild
Aníta Jónsdóttir, Betadeild
Ingibjörg Jónasdóttir, Gammadeild

Til baka


Síðast uppfært 24. ágú 2023