Jólafundurinn verður haldinn þriðjudaginn 5. desember kl.18:00
27.11.2017
Stjórnin vinnur að því þessa dagana að hnýta alla enda vegna undirbúnings, græja veitingar, finna áhugaverðan rithöfund sem vill koma án endurgjalds og allt er þetta í góðu ferli.
Það sem nú liggur fyrir er að fá fjölda þeirra sem sjá sér fært að mæta á fundinn.
Sendið mér póst eins fljótt og mögulegt er og ekki seinna en 30. nóvember.
Hér koma aðeins meiri upplýsingar um jólafundinn - þriðjudaginn 5. desember !
Fundurinn er haldinn í Bleikjukvísl 24, hjá Björgu Kristjánsdóttur. Tæknivæddar konur fara náttúrulega inn á netið og finna út hvar sú kvísl liggur í Ártúnsholtinu.
Eins og segir í fundarboði hefjum við fund klukkan 1800 og reiknum með að vera a.m.k. til 2100. Mér sýnist fundir gjarnan vilja teygjast í annan endann og ekki síst jólafundir en við erum jú hófstilltar konur og vinnudagur að morgni hjá mörgum þeim yngri í hópnum.
Við fáum góðan gest og í ár er það Kristín Steinsdóttir með bók sína "Ekki vera sár". Mér kæmi ekki á óvart að einhverjar finni samsvörun með Imbu, sem er á krossgötum, hefur til þessa verið á þönum og út um allt, komin á eftirlaun, frí og frjáls og getur loks látið draumana rætast. Kristín er þekkt fyrir sinn hárfína húmor og næmt auga á lífið og margbreytileika þess.
Við fáum munngæti frá Jómfrúnni sem alla jafna gælir við bragðlaukana.
Með kærri kveðju fyrir hönd stjórnar,
Bryndís