1. fundur
Fundur í Etadeild fimmtudaginn 4. október 2018, Kl. 18:00-21:00
Fundarmenn:
Auður Torfadóttir,Bryndís Guðmundsdóttir, Anna Magnea Hreinsdóttir,Hafdís Sigurgeirsdótti, Sigíður Heiða Bragadóttir, Anna Sigríður Pétursdótti, Stefanía Valdís Stefánsdóttir, Ásta Lárusdóttir, Bryndís Sigurjónsdóttir, Magnea Ingólfsdóttir, Kristín Á Ólafsdóttir, Bergþóra Gísladóttir, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Ingibjörg Símonardóttir, Ágústa Unnur Gunnarsdóttir, Sophie Kofoed-Hansen, Auður Elín Ögmundsdóttir, Ragnhildur Konráðsdóttir, Björg Kristjánsdóttir
Dagskrá:
Fyrsti fundur starfsársins var haldinn í Seðlabankanum. Þar tóku á móti hópnum systir okkar Ragnhildur Konráðsdóttir sem þar starfar sem og Stefán Jóhann Stefánsson kynningarstjóri bankans og aðstoðarseðlabankastjóri Rannveig Sigurðardóttir og buðu upp á léttar veitingar og óformlegt spjall.
Dagskráin var einföld og var í aðalatriðum kynning á starfsemi bankans og mikilvægi hans í íslensku þjóðlífi. Kynningin hófst með innleggi frá Rannveigu Sigurðardóttur aðstoðarbankastjóra sem ræddi stuttlega við fundarkonur á léttum nótum um bankann og umfang hans og sýndi okkur meðal annars súlurit um fjölda starfmanna sem og hlutfall kvenna og karla á undanförnum árum. Þá tók Stefán Jóhann Stefánsson kynningarstjóri við og fór yfir helstu viðfangsefni bankans með skemmtilegum og fróðlegum glærum. Fundarkonur voru fróðleiksfúsar og spurðu margra spurninga. Kynningin var mjög áhugaverð og varpaði ljósi á ýmsilegt varðandi fjármál landsins, verðbólgu og vexti. Að lokinni kynningu sagði systir okkar Ragnhildur Konráðsdóttir frá starfi sínu við upplýsingasvið bankans.
Björg Kristjánsdóttir formaður þakkaði að lokum þeim Stefáni Jóhanni, Rannveigu og Ragnhildi kærlega fyrir góðar móttökur og fræðandi erindi og færði þeim Stefáni og Rannveigu rauða rós í þakklætiskyni.
Að lokinni skemmtilegri og fróðlegri kynningu í Seðlabankanum fóru fundarkonur á veitingastaðinn Sumac á Laugavegi þar sem borin var fram dýrindiskvöldverður og þar sem fundarkonur spjölluðu og nutu samvistar.
Fundi lauk kl. 21:00.
Ritari: Ágústa Unnur Gunnarsdóttir
Síðast uppfært 06. okt 2018