3. fundur
Jólafundur Kappadeildar var haldinn sameiginlega með Etadeildinni þann 1. desember 2014 í notalegum húsakynnum í
Hannesarholti við Grundarstíg, kl. 18.00 – 21.00.
Nafnakall var fyrir hvora deild fyrir sig.
Valgerður Magnúsdóttir Kappakona flutti orð til umhugsunar. Hún velti því upp hvort jólin kæmu í IKEA.
Hún las úr bókinni „Fátækt fólk“ lýsingu á undirbúningi jólanna á íslensku sveitaheimili fyrir 100
árum. Sagði svo frá eigin reynslu, mótþróanum sem kemur upp í henni þegar hún heyrir fyrstu auglýsingarnar um jólin. Hvernig
hún finnur fyrir mikilli pressu frá því snemma á haustin um að kaupa alla skapaða hluti og gera allt milli himins og jarðar af því að
jólin séu að koma. Þá reynir á streitustjórnun Valgerðar sálfræðings. Hún glímir við hugsanir sínar með
þeim faglegustu aðferðum sem hún hefur yfir að ráða, jákvæðri sálfræði og núvitund. Hún forgangsraðar og reynir
að losa sig undan „valdi ættanna“, þ.e. því að það eigi að gera þetta og hitt. Svo sagði hún lítillega
frá því sem er á forgangslistanum og svo bakar hún glöð sína einu smákökusort þegar hana langar til. Hún klikti út
með því að segja að enginn skyldi halda að þetta væri henni átakalaust.
Margar Kappa- og Etasystur könnuðust vel við þetta vald ættanna og klöppuðu Valgerði lof í lófa.
Þá kynnti Kristín Steinsdóttir bókina sína Vonarlandið og las valda kafla. Mikill áhugi var á bókinn
og keyptu fjölmargar hana af Kristínu.
Þá voru reiddir fram dýrindis jólaplattar með fjölbreyttum smáréttum sem konur gæddu sér á.
Fundi var slitið um kl. 21.00 þegar formaður Kappadeildar færði þeim sem höfðu lagt af mörkum til fundarins, rós sem
tákn um þakklæti og slökkti á kertum vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
Anna Kristín Sigurðardóttir skráði
Síðast uppfært 01. jan 1970