3. fundur
21. janúar 2009
Fundarstjóri Ásta Lárusdóttir
Brynhildur setur fundinn 18:05 á Thorvaldsenbar. Brynhildur benti á að fundargerð síðasta fundar er aðgengileg á heimasíðu Eta-deildar, konur hvattar til að lesa hana þar. Fundurinn er skipulagður af nefnd sem hafði það verkefni með höndum að finna verkefni utan deildar til að vinna að. Falast var eftir því við tvær systur úr Eta-deild að bjóða sig fram til landsforseta, Guðrúnu Hrefnu Guðmundsdóttur og Eyrúnu Gísladóttur. Hvorugar sjá sér fært að sinna því starfi. Gestir fundarins voru aðstandendur verkefnisins „Heilahristingur“: Þór frá Reykjavíkurdeild RKÍ, Kamilla frá Alþjóðahúsi og Kristín frá Borgarbókasafninu.
Gerður Guðmundsdóttir flutti orð til umhugsunar, las upp úr Bangsimon eftir A.A. Milne.
Kynnt var, verkefnið „Heilahristingur“ aðstoð við heimanám útlendinga. Þórir rakti starf sjálfboðaliða. Börn eru mjög áhugasöm og foreldrar eru mjög ánægðir með þessa þjónustu, þar sem foreldrar af erlendu bergi brotnir hafa ekki þann bakgrunn að geta aðstoðað börn sín við nám í íslenskum skólum. Kennsla fer fram að Laugavegi 120. Jafnaði mæta12-15 krakkar á aldrinum 8-13 ára gömul og koma með heimanám á staðinn og fá aðstoð frá sjálfboðaliðum. Þórir ítrekaði það að þetta væri ekki sérkennsla en einstaklingum er ekki vísað frá.
Einnig var kynnt starfsemi sem fram fer í Fellaskóla. Þar eru tveir nemendur á hver sjálfboðaliða. Mun formaðri stuðningur þar og samvinna við umsjónakennara. Fyrirspurn um að aðstoða einnig eldri nemendur þar sem þeir fara síður í framhaldsskóla.
Kristín frá Borgabókasafninu er að þróa aðstoð við börn af erlendum uppruna á Borgarbókasafninu. Prógrammið er að danskri fyrirmynd og felur í sér heimanámsaðstoð. Þremenningarnir óska eftir sjálfboðaliðum til að taka þátt í þessu starfi.
Kamilla frá Alþjóðahúsi taldi að einstaklingum sem standa höllum fæti núna, muni hugsanlega fjölga vegna efnahagsástandsins. Þróunin er sú að börn og unglingar sem hafa íslensku sem annað tungumál eru með lakari einkunnir. Um 25% einstaklinga í hverfum 109 og 111 eru með erlent ríkisfang. Svipaða sögu er að segja í Efra Breiðholti.
Samvinna er við kennara í skólunum, kennarar fá kynningu 4. febrúar og síðan hefst prógrammið 10. febrúar. Prógrammið nær til 8.-10. bekkjar en það verður ekki framhald af skólanum sjálfum heldur sem skapandi unglingastarf. Þau hafa fengið styrk frá Innflytjandaráði fyrir verkefnið.
Brynhildur kynnti þremenningum móðurmálskennslu á vegum Tungumálavers sem er með staðkennslu fyrir nemendur í 7. og 8. bekk í pólsku í Fellaskóla og Laugalækjaskóla. Kristín Ólafsdóttir kom með hugmynd um að nýta krafta kennaranema í leikrænni tjáningu í þessu samhengi sem er öflugt tæki í að læra á nýjar aðstæður, nýja menningu og nýtt tungumál.
Nokkur umræða um sjálfboðaliða og buðu þær Auður Torfadóttir og Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir sig fram til að vera tengiliðir Eta-deildar við verkefnið.
Fundi slitið klukkan 20.10
Fundarritari Inga Margrét Róbertsdóttir
Síðast uppfært 14. maí 2017