Fréttir

Félagatal 2017

Búið er að búa til nýtt pdf skjal með þeim myndum sem hafa verið innsendar og er hægt að skoða það með því að smella á link á síðunni Félagskonur.
Lesa meira

4. fundur vetrarins verður haldinn miðvikudaginn 6. febrúar kl.18:00.

Á söguslóðum
Lesa meira

Jólafundur Eta deildar verður haldinn fimmtudaginn 6. desember að Klapparási 4, kl .18:00

Lesa meira

Fyrsti fundur ETA-deildar verður haldinn fimmtudaginn 4. október.

Kæru ETA-systur Fyrsti fundur ETA-deildar verður haldinn fimmtudaginn 4. október. Farið verður í Seðlabankann við Sölvhól að ofanverðu. Mæting kl. 18:00. Stefán Jóhann Stefánsson kynningarstjóri Seðlabankans tekur á móti okkur og segir okkur frá starfsemi bankans. Einnig fáum við að skoða myntsafn bankans.
Lesa meira

Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 16. maí kl 18:00 - 21:00

Aðalfundur Etadeildar verður haldinn miðvikudaginn 16. maí kl 18:00 - 21:00 í Hannesarholti Grundarstíg 10 Syngjum saman með þórunni Björnsdóttur eftir aðalfund Dagskrá: Fundur settur - skipun fundarstjóra og ritara. Aðalfundarstörf. Skýrsla formanns - fyrirspurnir. Gjaldkeri gerir grein fyrir reikningum - fyrirspurnir. Kosning nýrrar stjórnar. Önnur mál.
Lesa meira

Aðalfundur Etadeildar verður haldinn miðvikudaginn 16. maí

Sælar kæru Etasystur og takk fyrir góðan fund í vikunni ! Aðalfundur Etadeildar verður haldinn miðvikudaginn 16. maí. Undirbúningur aðalfundar er í umsjá hóps 3 og stjórnar. Nánari upplýsingar um staðsetningu og dagskrá berst síðar en endilega takið daginn/tímann frá í dagbókunum :-) Með kærri kveðju, Bryndís, Anna Sigríður, Ingibjörg Möller, Stefanía og Auður Elín.
Lesa meira

Fundur Eta-deildar mánudaginn 16. apríl 2018 kl. 18-20.30

Kæru Eta-systur Næsti fundur verður á mánudaginn, 16. apríl, á Hótel Íslandi, Ármúla. Við verðum í sal fyrir innan veitingastaðinn.
Lesa meira

Næsti fundur er miðvikudaginn 28. febrúar kl. 18:00 - 20:30

Boðað er til næsta fundar miðvikudaginn 28. febrúar kl. 18:00 - 20:30 í hliðarsal Kringlukráar. Gestur fundarins er Ragnar Þór Pétursson og nefnist erindi hans "Þegar orð fá vængi". Ragnar Þór hefur starfað um árabil sem grunnskólakennari, en hann hefur líka starfað sem skólastjóri auk þess að hafa framhaldsskólaréttindi. Hann hefur m.a. verið í framvarðarsveit íslenskra kennara við uppbyggingu rafræns náms og skrifað pistla um skólamál í ýmis tímarit og vefmiðla. Hann tekur við sem formaður Kennarasambands Íslands í apríl næstkomandi.
Lesa meira

Jólafundurinn verður haldinn þriðjudaginn 5. desember kl.18:00

Kæru Etasystur ! Jólafundurinn verður haldinn þriðjudaginn 5. desember kl.18:00 á heimili Bjargar Kristjánsdóttur, Bleikjukvísl 24, Ártúnsholti.
Lesa meira

Fundur þriðjudaginn 7. nóvember

Sælar kæru Etasystur og takk fyrir síðast. Nú er bara komið að næsta fundi sem verður þriðjudaginn 7. nóvember og hefst stundvíslega klukkan 16:00 ! Við heimsækjum hugbúnaðarfyrirtækið CCP hf. að Grandagarði 8, 101 Reykjavík og fáum kynningu á starfsemi þeirra. Kynningin tekur 40 - 60 mínútur og að henni lokinni höldum við í nærliggjandi veitingahús (nánar um það síðar), ljúkum fundi að okkar hætti og eigum saman góða stund. Reikna má með að fundi ljúki eigi síðar en um kl. 18:30.
Lesa meira