Hópaskipti Etadeildar 2016–2017
Kæru Etasystur, heilar og sælar ! September 2016
Stjórn Etadeildar hefur lagt drög að starfinu í vetur og býður ykkur velkomnar til samstarfs.
Eins og þeim er kunnugt sem sátu aðalfund er hér um að ræða gamla stjórn með nýju ívafi. Því miður tókst aðeins að fá tvær konur til stjórnarstarfa, þrátt fyrir ötult starf uppstillingarnefndar og lending varð sú að meiri hluti fráfarandi stjórnar gaf kost á sér áfram ásamt Auði Elínu Ögmundsdóttur og Ingibjörgu Möller. Við bjóðum þær velkomnar í hópinn og höldum bjartsýnar og glaðar inn í veturinn.
Engu að síður er það visst áhyggjuefni hversu tregar Etakonur eru til stjórnarsetu og ekki síður í ljósi þess að sama staða hefur komið upp áður. Á fundi framkvæmdaráðs DKG, 12. september, var ánægjulegt að sjá hversu margar ungar og kraftmiklar konur hafa tekið við formennsku í deildum vítt og breytt um landið og var gefandi að heyra af hugmyndum þeirra og eldmóði. Mér varð þar enn frekar ljóst hversu nauðsynlegt er að vinna markvisst að nýliðun í Etadeild og hvet konur til að leggjast á eitt í þeim efnum og koma með tillögur að nýjum félagskonum.
„Verum virkar, styrkjum starfið“ eru einkunnarorð landsambands DKG 2015–2017.
Stjórn Etadeildar leggur til að umfjöllun á fundum taki mið af því og markmiðum DKG og hvetur til að hópar nýti styrkleika kvenna og áhugamál við val á viðfangsefnum funda. Eins og áður hefur verið skipað í fjóra hópa sem sjá um fundi. Nafn einnar konu er undirstrikað og ber hún ábyrgð á að kalla hópinn saman en við biðlum til ykkar um að vera virkar í undirbúningsferlinu.
Hlutverk hópa:
- Ákveða fundarefni.
- Ákveða fundarstað, tilnefna fundarstjóra og fundarritara.
- Sjá um orð til umhugsunar (5 10 mín.).
- Rita fundargerð og senda formanni (bryngu@simnet.is) og Magneu Ingólfsdóttur ritara (mingolfsdottir@gmail.com)
- Senda formanni dagskrá, upplýsingar um kostnað, stað og stund með viku fyrirvara.
- Formaður Etadeildar minnir á fund og sendir út fundarboð.
- Ábyrgðarkona hóps virkjar undirbúningshóp og heldur utan um mætingar / forföll.
Fundardagar:
1. Etafundur miðvikudagur 31.08. 2016 kl. 18:00–20:30 (stjórn Eta)
2. Etafundur þriðjudagur 11.10. 2016 kl. 18:00–20:30 (hópur 1)
3. Etafundur mánudagur 28.11. 2016 kl. 18:00–21:00 (hópur 2–jólafundur)
4. Etafundur fimmtudagur 26.01. 2017 kl. 18:00–20:30 (hópur 3)- athuga fyrr
5. Etafundur miðvikudagur 15.03. 2017 kl. 18:00–20:30 (hópur 4)
6. Etafundur þriðjudagur 02.05. 2017 kl. 18:00–20:30 (stjórn Eta).
Við leggjum til að fundir hefjist kl.18:00 og sé lokið kl. 20:30. Eins og áður hvetjum við hópa til að halda kostnaði við fundi í lágmarki, reynt verði að fá inni á vinnustöðum, í skólum og þar sem ekki þarf að greiða salarleigu. Stjórn Eta hlakkar til samstarfs og sameiginlega stefnum við að góðri fundarsókn í anda vináttu, trúmennsku og hjálpsemi.
Hópaskipting í Etadeild starfsárið 2016–2017
Hópur 1:Hafdís, Jóhanna, Kristín Ágústa, Sif, Sophie
hafdissigurgeirs@gmail.com; jeinars@hi.is ;stinagus@hi.is; sif@nordlingaskoli.is; sophie.kofoed.hansen@gmail.com Fundur 11.10.2016
Hópur 2:Auður T, Ágústa Unnur, Björg, Bryndís S, Brynhildur Anna
audurtorfa@gmail.com; agu@fb.is; bjorgk@mh.is; bryndis.sigurjonsdottir@gmail.com; brynhildur.a.ragnarsdottir@reykjavik.is Fundur 28.11.2016 - jólafundur
Hópur 3:Ólöf Helga, Eyrún, Guðrún Hrefna, Ragnhildur, Sigríður Heiða
ohth@fb.is; eyrunisfold@gmail.com; gudhre@gmail.com;; gudvil@hi.is;; ragnhildurkon@gmail.com; sigridur.heida.bragadottir@reykjavik.is Fundur 26.01.2017
Hópur 4: Þórunn, Anna Magnea, Ragnheiður Jóna, Guðbjörg, Ingibjörg S, Tanya
thorunnb@hi.is;annamagnea@borgarbyggd.is;raggaddo@gmail.com;gudvil@hi.is; ingibjorgsim@internet.is;tanyadans@gmail.com Fundur 15.03.2017
Með kærri kveðju f.h. stjórnar,
Bryndís Guðmundsdóttir
Netföng stjórnar:
Bryndís G bryngu@simnet.is; Auður Elín audur.elin.ogmundsdottir@rvkskolar.is
Anna Sigríður anna.sigridur.petursdottir@rvkskolar.is; Ingibjörg Möller imoll@internet.is
Magnea mingolfsdottir@gmail.com; Stefanía Valdís stefaniavaldis@gmail.com
Vefsíða:dkg.muna.is. Á heimasíðu eru allar fundargerðir Etadeildar, fundargerðir framkvæmdaráðs og stjórnar landsambands auk margs konar upplýsinga. Þar er einnig tengill á síðu alþjóðasamtakanna með fréttum og styrkjamöguleikum.
Samþykktar. Skýrsla stjórnar var samþykkt án athugasemda með öllum greiddum atkvæðum.
Síðast uppfært 14. maí 2017