5. fundur (2008-2009)
Fundur þann 28. apríl 2009 Dillonshús, Árbæjarsafni.
Mættar
Ásta Lárusdóttir, Bergþóra Gísladóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Bryndís Sigurjónsdóttir, Brynhildur Anna
Ragnarsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Hafdís
Sigurgeirsdóttir, Inga
Margrét Róbertsdóttir, Ingibjörg Símonardóttir, Kirsten Friðriksdóttir, Magnea Ingólfsdóttir, Margrét
Friðriksdóttir, Ólöf Helga Þór, Ósa Knútsdóttir, Rannveig Lund, Soffie Kofoed-Hansen, Stefanía S. Stefánsdóttir og
Vilborg Jóhannsdóttir.
Fundarritari
Inga Margrét Róbertsdóttir
Að efla tengsl við konur í öðrum deildum
Umsjón með fundinum höfðu Jóhanna Einarsdóttir, Ósa Knútsdóttir, Ingibjörg Símonardóttir og Rannveigu Lund, en
fundurinn var helgaður markmiðinu „Að efla tengsl við konur í öðrum deildum”.
Orð til umhugsunar
Ingibjörg Símonardóttir las ljóð Stefáns frá Hvítadal, Svanir fljúga hratt til heiða.
Farin var gönguferð um Árbæjarsafn undir leiðsögn Gerðar Guðmundsdóttur borgarminjavarðar og félaga i Kappadeild. Skoðuð var leikfangasýningin Komdu að leika í Landakotshúsinu, gamla íþróttahúsi ÍR.
Rætt var um skipulag funda þar sem stefnu deildarinnar var framfylgt. Markmið okkar var að virkja allar deildarkonur og að starfið í hópunum gæfi tækifæri til að kynnast í starfi. Rætt var um að hafa sex fundi næsta vetur þar sem fyrsti og síðasti yrði í umsjá stjórnar en deildarkonur skipuleggi fundi eftir markmiðum deildarinnar.
Ákveðið var að senda í fréttabréf samtakanna smá pistil um verkefnið okkar „Heilahristing˝ í stað upplýsinga hvað gerðum á fundinum.
Landsambandsþingið verður haldið á Hallormsstað 15.-17. maí næstkomandi. Bryndís Guðmundsdóttir fór yfir helstu staðreyndir
í sambandi við staðsetningu, tímasetningu, gistingu og dagskrá þingsins. Lítil þátttaka virðist vera fyrir þinginu í deildinni.
DKG hefur skipulagt rútuferð ef næg þátttaka næst. Fundurinn ákvað að styrkja eina félagskonu að andvirði flugferðar
á
Landsambandsþingið. Bergþóra Gísladóttir eða einhver önnur mun ef til vill nýta sér það.
Félagskonur voru minntar á Evrópuráðstefnu DKG í Osló dagana
5.-8. ágúst næstkomandi.
Konur hvattar til að benda á nýja konur. Gott væri ef hver hópur myndi benda á eina konu. Rætt var um að Tatyana K. Dimitrova, leikskólastjóri á Bergi á Kjalarnesi kæmi til liðs við deildina á fyrsta fundi í haust.
Rannveig Lund kynnti söfnun til kaupa á „medical tattoo tæki” handa krabbameinsdeild Landspítalans. Þetta tæki er notað til að gera geirvörtu eftir brjóstuppbyggingu. Rannveig er ásamt Ernu Björku Hjaltadóttur í forsvari fyrir þessa söfnun. Söfnunarreikningur fyrir Medical tattoo, 111-05-571002 kennitala 061249-2309.
Brynhildur lagði nokkrar tillögur fyrir félagskonur.
Stjórn taldi að það væri prinsippmál að einhver úr deildinni færi á þingið, 11 konur á voru á móti og 5 með.
Samþykkt með meirihluta var að styrkja eina konu um flugfargjald austur.
Mikið var rætt um árgjald 2009 hvort hækkun yrði á því. Árgjald Etadeildar er nú 6.000 kr. Til Alþjóðasambandsins renna 40$ og rætt var um hvort að við gætum ekki orðið aukafélagar og greitt 20$.
Ef hækkun verður hjá landssambandinu verður árgjald Eta-deildar óbreytt árið 2009 en aukaframlag verður að upphæð 1.500 kr. Samþykkt að fresta ákvörðun til fyrsta fundar haustsins.
Ályktun til landssambandsins samþykkt á fundinum
„Félagsfundur haldinn í Eta-deild 28. apríl 2009 beinir þeim tilmælum til landsambandsins DKG að vegna árferðis verði farmlag deilda til landsambandsins ekki hækkað í ár.“
Fundi slitið 20:45.
Síðast uppfært 16. feb 2010