1. fundur

Fyrsti fundur ETA-deildar var haldin 10. október heima há formanni ETA-deildar í Bleikjukvísl 24.

Stjórn ETA sá um þennan fyrsta fund.

Alls mættu 18 konur á fundinn.

Í upphafi fundar voru venjuleg fundarstörf þar sem formaður kveikti á kertum vináttunnar, trúmennsku og hjálpsemi og tilkynnti fundarkonum um fyrirkomulag funda haust og vor en 3 fundir verða að hausti og 3 fundir að vori.

Stjórn ETA sér um fyrsta og síðasta fundinn en aðrar fundarkonur skipta með sér 4 fundum.

Auður Torfadóttir og Kristín Helga Guðmundsdóttir sögðu frá helstu niðurstöðum Alþjóðafundar DKG sem haldin var á Íslandi í sumar. Var margt mjög fróðlegt sem þar kom fram, góðir fyrirlesarar og allt skipulag til fyrirmyndar.

Orð til umhugsunar flutti Auður Elín Ögmundsdóttir og sagði frá starfi sínu sem grunnskólakennari sem vakti mikla athygli. Hún fer greinilega ekki troðnar slóðir og var áhugavert að hlusta á hvernig hún brýtur upp kennslu nemendum til mikillar gleði.

Við fundarmenn hrifumst mjög af erindi Auðar Elínar og í framhaldinu sögðu fundarkonur frá sjálfri sér og störfum sínum sem var áhugavert að hlusta á.

Fundi lauk með léttum veitingum.

 


Síðast uppfært 28. maí 2020