4. fundur (2008-2009)

Fundur í Etadeild DKG haldinn í Gerðubergi þann 2. mars 2009 kl. 18.


Umsjón með dagskrá fundarins: Anna Magnea Hreinsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir,  Guðrún Geirsdóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir og  Þórunn Blöndal.

 Mættar á fundinn voru: Elísabet Gunnarsdóttir,  Guðrún Geirsdóttir, Kristín Á. Ólafsdóttir, Þórunn Blöndal, Brynhildur Anna Ragnarsdóttir, Kirsten Friðriksdóttir, Ósa Knútsdóttir, Inga Margrét Róbertsdóttir, Auður Torfadóttir,Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Jóhanna Einarsdóttir, Magnea Ingólfsdóttir og Ólöf Helga Þór.

Undirbúningsnefnd ákvað að gaman gæti verið að funda í Gerðubergi þar sem verkefnið okkar ‘Heilahristingur’ hefur aðsetur. Við hittumst í frekar leiðinlegu veðri kl. 18 í Gerðubergi og lögðum þaðan af stað í skoðunarferð um hverfið undir leiðsögn Ólafar Sigurðardóttur sem er sérkennari í Fellaskóla og þekkir hverfið og sögu þess vel. Ólöf fræddi okkur um uppbyggingu Fellahverfissins, arkitektúr, félagslega samsetningu og  þróun hverfisins en hún hefur starfað í Fellaskóla frá stofnun hans og þekkir því vel til.
Að gönguferð lokinni hófust formleg fundarstörf með því að formaðurinn Brynhildur kveikti á kertum.
Þórunn Blöndal fór með orð til umhugsunar og lagði út af ljóði Þorsteins frá Hamri þar sem segir frá stúlkunni Sigríði Guðmundsdóttur frá Illugastöðum. Þórunn ræddi lífsskilyrði hennar, fátækt og erfiðar ástæður en líka dýrgripinn (græna silkitvinna) sem hún átti í fórum sínum.

Etakonur höfðu fengið það verkefni fyrir fundinn að mæta til hans með hluti eða myndir sem hefði merkingu fyrir hverja og eina. Eftir að hafa snætt frábæran fiskrétt deildu fundarkonur sínum hlutum/myndum með viðstöddum og sögðu frá því hvers vegna þeir/þær hefði orðið fyrir valinu. Markmiðið með leiknum var að treysta kynni Etasystra sem var verkefni undirbúningshópsins og tókst vel.

     Guðrún Geirsdóttir


Síðast uppfært 01. jan 1970