5. fundur 2018
Fundur í ETA-deild mánudaginn 16. apríl 2018
Hótel Íslandi kl. 18-20.30
Umsjón með undirbúningi: Hópur 2
Björg Kristjánsdóttir, Bryndís Sigurjónsdóttir, Brynhildur A. Ragnarsdóttir, Eyrún Ísfold Gísladóttir, Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Kristín Ágústa Ólafsdóttir, Ragnhildur Konráðsdóttir og Sigríður Heiða Bragadóttir.
Tuttugu og tvær konur skráðu sig til leiks. Auk undirbúningshópsins (að undanskilinni Sigríði Heiðu sem stödd var erlendis) sóttu fundinn: Anna Magnea, Anna Sigríður, Ásta Lárusd., Bergþóra, Bryndís Guðmundsd., Guðrún Hrefna, Hafdís, Ingibjörg Möller, Ingibjörg Símonard., Kristín Helga, Magnea, Soffía og Stefanía.
Ekki nættar: Þórunn, Tanya, Auður Elín, Ólöf Helga, Sif og Jóhanna.
Kristín Ágústa stjórnaði fundi og Eyrún ritaði fundargerð.
Formaður setti fund, kveikti á kertum og kallaði upp nöfn félaga (nafnakall).
Orð til umhugsunar
Ragnhildur Konráðsdóttir flutti orð til umhugsunar. Hún talaði um fjórðu umbyltinguna og tengdi við I-pad væðingu í Kópavogi. Hún nefndi sjálfkeyrandi bíla, gervigreind og tengsl skólakerfis við tæknibyltingu sem ríður yfir heiminn: Hvaða hæfni og þekkingu þurfa starfsmenn að hafa til að bera. Sköpun verður í 3. sæti yfir hæfniþætti. Mikilvægt að efla sköpunarkraft ungmenna. Í dag er litið til almenns hugvits sem felst m.a. í að horfa út fyrir rammann. Heimurinn mun þurfa aðra þekkingu. Gervigreind mun stuðla að fleiri störfum fyrir sérfræðinga m.a. fyrir lögfræðinga. Hún mun auka lífsgæði okkar allra. Fundarstjóri stakk uppá að orðin færu á vef deildarinnar.
Gestur fundarins
Gestur okkar var Eva Bjarnadóttir, fastráðinn sérfræðingur í mannréttindamálum hjá UNICEF. Erindi sitt nefndi hún: Vernduð í raun? Greining á viðbrögðum Norðurlanda við umsóknum barna um alþjóðlega vernd. Skýrsla unnin í samstarfi allra Norðurlandanna.
Hugmyndin um flóttafólk er nátengd hugmyndinni um þjóðríkið. Fridthjof Nansen var merkilegur frumkvöðull í málefnum flóttafólks. Um 65.6 milljónir flóttafólks í heiminum.
Tæplega 189,300 af þessum hópi hafa getað snúið aftur til heimahaganna. Rætt var um fólksflótta, m.a. frá Sýrlandi. Aðeins 17% fá hæli í Evrópu. Eva fór yfir skilgreiningar á hópum fólks sem er á flótta, s.s. umsækjenda um alþjóðlega vernd og fylgdarlaus börn. Umsóknaraðili um alþjóðlega vernd kallaðist áður hælisleitandi. Sýrlendingar eru ekki sendir til baka. Tilgangur umfjöllunar í skýrslunni er að skoða stöðu barna eftir neyðarviðbrögð ríkjanna við mikili fjölgun flóttafólks í Evrópu árið 2015.
Eva fjallaði einnig um svokallaðan greiningarramma = gildi barnasáttmálans sem felur í sér 1) barnamiðaða nálgun = barn er alltaf barn 2) jafnræði 3) aðlögun og 4) þátttöku. Skortur er á vernd barna 15 ára og eldri.
UNICEF tryggir vatn, fæði, heilbrigðisþjónustu og menntun en trygging menntunar er forgangsmál. Nefndir voru skólar í kassa (svokallaðir stálskólar). Íslendingar taka á móti fáum börnum en Svíar lang flestum þegar litið er til Norðurlandanna. Nánast einvörðungu drengir sem hafa komið til landsins. Bara ein stúlka, frá Sómalíu. Þjónusta Barnahúss þykir vera til fyrirmyndar.
Eva sýndi myndband úr Hvaleyrarskóla (við munum fá það frá Evu). Þrjú sveitarfélög hér á landi sinna þessum börnum og eru með kvóta: Reykjavík (200), Reykjanesbær (100) og Akureyri (100). Útlendingastofnun sér um önnur börn.
Umræður
Í lok erindis voru líflegar umræður og var Eva m.a. spurð um hver væri ætlan ísl. stjórnvalda.
Hún upplýsti að komin væru ný lög sem taka mið af Barnasáttmálanum en jafnframt að mikil breidd væri á milli sjómarmiða. Það ríkti ótti við að gera of vel við flóttafólk af ótta við að margir fylgi á eftir. Eva nefndi verkefnið Réttindi og skóli sem felst í fræðslu til starfsmanna skóla um réttindi flóttabarna. Stúlkur eru í meiri hættu að lenda í nauðung þegar lagt er uppí langt ferðalag. Arabíska vorið kom til tals og hvernig það kom til. Ungt fólk á snjallsíma og veit um annars konar líf. Það kom fram í umræðunum hve kerfið er flókið m.t.t. hver á að sjá um hvern m.a. hver er verkaskipting á milli sveitarfélaga og ríkis. Málaflokkurinn er á hendi Útlendingastofnunar sem er stjórnsýslustofnun en ekki þjónustustofnun. Stöðugt er verið að breyta reglugerðum. Stefnt er að kortlagningu á ferlinu til að gera það skiljanlegra m.a. með því að tengja hvern stað við ákveðinn rétt barna. Spurt var um lengd biðtíma áður en ákvörðum er tekin. Eva sagði verið að vinna að styttingu biðtímans en skortur væri á mannskap. Nú starfa 13 starfsmenn hjá UNICEF. Einnig kom fram að Laugarnesskóli og Flataskóli eru komnir með viðurkenningu sem réttindaskólar. UNIEF er starfandi í 190 löndum.
Bryndís formaður afhenti Evu rósina góðu og sleit fundi um leið og hún tilkynnti að upplýsingar um næsta fund myndu berast í tölvupósti.
Eyrún Ísfold Gísladóttir
Síðast uppfært 22. júl 2018